Gul veðurviðvörun er nú um allt land og víða illviðri. Í Vestmannaeyjum hefur vindur mælst hátt í 40 m/sek í hviðum. Í morgun hafa björgunarsveitir verið kallaðar út nokkrum sinnum vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ. Björgunarsveitafólk úr Garði og Sandgerði er að reyna að koma böndum á þak sem er við það að fjúka, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Í Vestamannaeyjum hafa borist hátt í tuttugu tilkynningar um foktjón, helstu verkefni eru lausar þakklæðningar, fok á lausamunum og bátur losnaði frá bryggju um klukkan 9 í morgun.
Björgunarsveitir eru nú að störfum bæði í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ.