fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Kári og Þórólfur munu funda saman með Pfizer – „Erum ekki í neinu stríði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. desember 2020 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skeytasendingar milli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, áttu sér stað rétt fyrir jól. Kári greindi frá því í fjölmiðlaviðtölum að hann hefði gert þá tillögu við bóluefnaframleiðandann Pfizer að íslenska þjóðin yrði notuð undir rannsókn fyrirtækisins á aukaverkunum bóluefnis fyrirtækisins gegn COVID-19 og þannig yrði greitt fyrir nægu bóluefni til Íslands á skömmum tíma, utan við samflot með Evrópusambandinu sem virðist ekki ætla að tryggja þjóðinni nægilegt bóluefni fyrr en seint á næstu ári.

Þórólfur benti þá á að hann hefði stungið upp á þessu við Pfizer þann 15. desember, allnokkru fyrr en Kári. Kári svaraði því til að hann hefði ekki vitað af þeirri tillögu Þórólfs og hann væri fyllilega fær um að varpa fram slíkri hugmynd án þess að fá hana að láni frá Þórólfi.

Núna hefur Kári skýrt frá því í nýrri tilkynningu að Þórólfur og Kári muni sitja næsta fund saman með fulltrúum Pfizers. Kári fer fögrum orðum um Þórólf og ritar:

„Til áréttingar: Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og ég , Kári Stefánsson , erum ekki í neinu stríði. Við vinnum eins náið saman og verkefnin kalla á. Hann er leiðtogi okkar í baráttunni og ég og mitt fólk fáum af og til að leggja að mörkum þegar það á við. Það voru mistök af minni hálfu að hafa Þórólf ekki með mér þegar ég hafði samband við Pfizer en hef mér það til varnar að því sambandi var komið á í gegnum samstarfsmenn mína í Bandaríkjunum og ég hafði litla stjórn á ferðinni. Góðu fréttirnar eru þær að næsta fund með Pfizer tökum við Þórólfur saman og ef hann gengur vel dreg ég mig í hlé og skil þetta alfarið í höndunum á honum enda hæfir það hans hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Þórólfur hefur stýrt okkur ótrúlega vel og ljúfmannlega í gegnum tíu mánaða faraldur og er manna best til þess fallinn að beita bólusetningum til þess að koma okkur endanlega út úr honum.“

https://www.facebook.com/karistefansson66/posts/10158713733584089

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök