fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Eydd færsla á Facebook-síðu Ásmundarsalar vekur spurningar – Sölusýning eða drykkjusamkvæmi?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. desember 2020 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi skjáskot er af færslu á Facebook-síðu Ásmundarsalar frá því á Þorláksmessu. Hún gæti vakið tortryggni um að ætlunin hafi verið að fylgja sóttvarnareglum á Þorláksmessukvöld. Færslunni hefur verið eytt.

Í tilkynningu sem Ásmundarsalur birti undir hádegi á aðfangadag, í kjölfar fréttaflutnings um að lögregla hefði leyst þar upp ólöglegt drykkjusamkvæmi þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á meðal gesta, segir að staðurinn hafi verið með leyfi til að hafa opið til kl. 23. Í tilkynningunni segir:

„Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr miðbænum og við gerðum mistök með að hafa ekki stjórn á fjöldanum sem kom inn. Flestir gestanna voru okkur kunnugir, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem hafa undanfarin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þorláksmessu.“

Í öðrum tilkynningum um sölusýninguna er sagt að sóttvarnareglum sé fylgt, aðeins megi vera 10 manns inni í salnum í einu og grímuskylda sé viðhöfð.

Samkvæmt dagbók lögreglu kom lögregla á staðinn um hálfellefu-leytið en texti dagbókar lögreglu um málið er eftirfarandi:

Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Lögreglumenn sáu aðeins 3 sprittbrúsa í salnum. Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu. Gestirnir kvöddust margir með faðmlögum og einhverjir með kossum. Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista.“

Eydda færslan þarf ekki að vera í mótsögn við útskýringar eigenda Ásmundarsalar. En hún vekur spurningar. Auglýst opnun var til kl. 22 og eftir þann tíma varð mikill mannsöfnuður og drykkja á staðnum. Einhver gæti túlkað það svo að prívatsamkvæmi  hafi hafist eftir kl. 22. Enginn veit hvað samkvæmið hefði staðið lengi ef lögregla hefði ekki leyst það upp.

Skilaboðin: „Ath! Það er ekki lengur þörf á að skrá sig, hlökkum til að sjá ykkur“ er erfitt að skilja. Skrá sig í hvað? Var þetta opin sölusýning eða stóð til að hafa fyrirkomulag með þeim hætti að maður þyrfti að skrá heimsókn sína fyrirfram? Rímar þessi tilkynning við þann ásetning að halda tíu manna regluna? Eða vísar hún til samkvæmis eftir lokunartíma kl. 22?

Stærsta spurningin varðandi færsluna er hvers vegna hún var tekin út. DV hefur sent Ásmundarsal fyrirspurn vegna færslunnar og bíður svara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“