Klukkan 23 í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af tónleikagjörningi utandyra í miðborginni. Um 60 manns voru á staðnum og mátti greina ölvun á meðal fólks að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.
Lögreglan lét slökkva á tónlistinni. Maður gaf sig fram og sagðist bera ábyrgð á skemmtuninni og sagðist hann hafa auglýst hana á Facebook. Hann verður kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.