fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Titringur á lögreglustöðinni við Hverfisgötu vegna Bjarna Ben málsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. desember 2020 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit væntanlega var Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í samkvæmi í gærkvöldi þar sem 40 til 50 manns voru samankomnir. Það fór fram í veislusal og batt lögreglan enda á samkvæmið á ellefta tímanum. Þar höfðu sóttvarnareglur ekki verið virtar. Mikill titringur er sagður vera á lögreglustöðinni við Hverfisgötu vegna málsins, þá aðallega vegna þess hvernig fjölmiðlar fengu fréttir af því.

Fjölmiðlar fengu upplýsingar um að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í samkvæminu í tölvupósti sem lögreglan sendi frá sér í morgun með yfirlit yfir helstu tíðindi næturinnar. Heimildir DV herma að það að taka fram í tölvupóstinum að ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið í samkvæminu brjóti gegn þeim vinnureglum sem í gildi eru um útsendingu þessara yfirlita. Samkvæmt vinnureglunum má ekkert koma fram í þeim sem getur talist persónugreinanlegt. Það að segja að ráðherra í ríkisstjórninni hafi verið í samkvæminu megi flokka sem persónugreinalegar upplýsingar því ráðherrarnir eru 11 og því ekki margir sem koma til greina.

Heimildir DV herma einnig að varðstjórar, sem sjá um að senda þessar tilkynningar til fjölmiðla, séu margir hverjir ósáttir við að þurfa að sjá um það og bendi á að sérstakur fjölmiðlafulltrúi sé starfandi hjá embættinu og það eigi að vera í hans verkahring að senda þessar tilkynningar til fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu