Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR gerði dagana 10. til 16. desember. 947 manns, 18 ára og eldri, svöruðu.
Niðurstöðurnar sýna einnig að færri hyggjast borða rjúpu en áður eða 6%. Grænmetisfæði sækir í sig veðrið og sögðust 5% ætla að borða grænmetisfæði í kvöld. Árið 2010 var hlutfallið 1%. Fólk á aldrinum 18 til 29 ára er áhugasamast um grænmetisfæði en 13% þeirra sögðust ætla að borða grænmetisfæði sem aðalrétt þetta árið.
Eins og í fyrra þá var stuðningsfólk Miðflokksins líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag en 60% þeirra sögðust ætla að gæða sér á hamborgarhrygg í kvöld. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er ólíklegast til að borða hamborgarhrygg í kvöld en 31% þess sögðust ætla að gæða sér á hamborgarhrygg.
Stuðningsfólk Pírata var líklegast allra til að ætla að borða grænmetisfæði eða 15% en hjá Framsóknarfólki og Miðflokksfólki var áhuginn á því enginn eða 0%.