fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þetta ætla Íslendingar að hafa á hátíðarborðinu í kvöld

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 16:00

Hamborgarhryggur er vinsæll á aðfangadag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgarhryggur er gríðarlega vinsæll jólamatur en 47% landsmanna ætla að gæða sér á þessum hefðbundna hátíðarmat í kvöld. Lambakjöt, annað en hangikjöt, er næst vinsælasti hátíðarmaturinn en 11% landsmanna gæða sér á lambakjöti í kvöld.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR gerði dagana 10. til 16. desember. 947 manns, 18 ára og eldri, svöruðu.

Niðurstöðurnar sýna einnig að færri hyggjast borða rjúpu en áður eða 6%. Grænmetisfæði sækir í sig veðrið og sögðust 5% ætla að borða grænmetisfæði í kvöld. Árið 2010 var hlutfallið 1%. Fólk á aldrinum 18 til 29 ára er áhugasamast um grænmetisfæði en 13% þeirra sögðust ætla að borða grænmetisfæði sem aðalrétt þetta árið.

Eins og í fyrra þá var stuðningsfólk Miðflokksins líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að segjast ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag en 60% þeirra sögðust ætla að gæða sér á hamborgarhrygg í kvöld. Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er ólíklegast til að borða hamborgarhrygg í kvöld en 31% þess sögðust ætla að gæða sér á hamborgarhrygg.

Stuðningsfólk Pírata var líklegast allra til að ætla að borða grænmetisfæði eða 15% en hjá Framsóknarfólki og Miðflokksfólki var áhuginn á því enginn eða 0%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Í gær

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm