Það verður leiðindaveður víða um land í dag. Norðan og norðvestanlands er spáð 18-28 m/s síðdegis. Einnig er búist við talsverðri rigningu um vestanvert landið. Á sunnan- og vestanverðu landinu er spáð rigningu en hægari vindi og þurru á Austurlandi fram á kvöld. Hiti verður á bilinu 4 til 11 stig síðdegis.
Á morgun er spáð 13-20 m/s og éljum, hvassast verður suðvestan til. Spáð er rigningu í fyrstu austanlands en það styttir upp með morgninum. Hiti verður í kringum frostmark.