fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Kári reynir að útvega 400.000 skammta af bóluefni frá Pfizer

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. desember 2020 10:01

Kári Stefánsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur leitt vinnu við að reyna að útvega um 400.000 skammta af bóluefni frá Pfizer hingað til lands.  Með því magni væri hægt að bólusetja 60% fullorðinna hér á landi. Ef samningar nást er vonast til að hér myndist nægilegt hjarðónæmi til að kveða kórónuveirufaraldurinn niður.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Kári hafi nýtt tengsl sín við ýmsa stjórnendur hjá Pfizer. Hann skipulagði meðal annars fund með fyrirtækinu í fyrradag en auk hans sátu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og stjórnendur hjá Pfizer fundinn. Í kjölfar hans ræddi Kári við Pfizer.

Morgunblaðið hefur eftir honum að verið sé að athuga hvort nægilega margir skammtar af bóluefninu séu til hjá Pfizer til að hægt sé að mynda hjarðónæmi hér á landi. Ef úr þessu verður er um tilraunaverkefni að ræða þar sem kannað verður hvort hægt er að kveða faraldurinn niður hjá heilli þjóð.

Það var yfirmaður bóluefnateymis Pfizer sem kom með tillögu að þessari rannsókn. En enn liggur ekki fyrir hvort nægilega mikið sé til af bóluefni til að hægt sé að gera þetta. „Það er verið að kanna hvort til sé bóluefni og það hefur enn ekki verið haft samband. Ég get ekki lofað nokkrum sköpuðum hlut þótt ég sé að reyna, en ég væri ekki að þessu nema ég héldi að þetta væri möguleiki,“ hefur Morgunblaðið eftir Kára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu