Vegna frétta um samkvæmi í Ásmundarsal
Eigendur og rekstraraðilar Ásmundarsalar vilja taka fram vegna frétta að salurinn er listasafn og verslun með leyfi til að hafa opið til klukkan 23 á Þorláksmessu. Einnig er salurinn með veitingaleyfi.Ekki var um einkasamkvæmi að ræða í gær heldur var sölusýningin „Gleðileg jól” opin fyrir gesti og gangandi.Þegar klukkan var farin að ganga 22:30 dreif að fólk sem var að koma úr miðbænum og við gerðum mistök með að hafa ekki stjórn á fjöldanum sem kom inn. Flestir gestanna voru okkur kunnugir, fastakúnnar, listunnendur og vinir sem hafa undanfarin ár gert það að hefð að leggja leið sína til okkar á Þorláksmessu.
Við misstum yfirsýn og biðjumst afsökunar á því.
https://www.facebook.com/Asmundarsalur/posts/1354431671564745