fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Gísli Hauksson kærður fyrir lífshættulega árás á konu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 07:50

Gísli Hauksson, einn stofnanda GAMMA, var sakfelldur fyrir heimilisofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Hauksson, annar stofnandi GAMMA Capital Management, hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir lífshættulega árás á þáverandi sambýliskonu sína samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er sagt hafa átt sér stað í vor á heimili þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að Gísla sé gefið að sök að hafa tekið konuna kyrkingartaki og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Rannsókn málsins er sögð vera á frumstigi. Í málum sem þessum aflar lögreglan yfirleitt vottorða og annarra læknisfræðilegra sönnunargagna auk þess að taka skýrslur af málsaðilum og hugsanlegum vitnum.

Fréttablaðið segir að ekki hafi náðst í Gísla við vinnslu fréttarinnar. Fram kemur að Gísli hafi látið af störfum hjá GAMMA fyrir tveimur árum og hafi átt rúmlega 30% hlut í félaginu þegar Kvika banki keypti það fyrir 2,4 milljarða sumarið 2018. Fékk Gísli að sögn nokkur hundruð milljónir fyrir sinn eignarhluta. Hann er formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins, sem annast fjáröflun flokksins, og situr í framkvæmdastjórn flokksins.

Uppfært 11:08 – Gísli Hauksson hætti sem formaður fjármálaráðs flokksins fyrr í mánuðinum og tók Jens Garðar Helgason við. Gísli situr því ekki lengur í framkvæmdastjórn flokksins líkt og kom fram í fréttinni fyrr í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“
Fréttir
Í gær

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Í gær

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar