fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gísli Hauksson kærður fyrir lífshættulega árás á konu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 07:50

Gísli Hauksson, einn stofnanda GAMMA, var sakfelldur fyrir heimilisofbeldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Hauksson, annar stofnandi GAMMA Capital Management, hefur verið kærður til lögreglunnar fyrir lífshættulega árás á þáverandi sambýliskonu sína samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta er sagt hafa átt sér stað í vor á heimili þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að Gísla sé gefið að sök að hafa tekið konuna kyrkingartaki og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Rannsókn málsins er sögð vera á frumstigi. Í málum sem þessum aflar lögreglan yfirleitt vottorða og annarra læknisfræðilegra sönnunargagna auk þess að taka skýrslur af málsaðilum og hugsanlegum vitnum.

Fréttablaðið segir að ekki hafi náðst í Gísla við vinnslu fréttarinnar. Fram kemur að Gísli hafi látið af störfum hjá GAMMA fyrir tveimur árum og hafi átt rúmlega 30% hlut í félaginu þegar Kvika banki keypti það fyrir 2,4 milljarða sumarið 2018. Fékk Gísli að sögn nokkur hundruð milljónir fyrir sinn eignarhluta. Hann er formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins, sem annast fjáröflun flokksins, og situr í framkvæmdastjórn flokksins.

Uppfært 11:08 – Gísli Hauksson hætti sem formaður fjármálaráðs flokksins fyrr í mánuðinum og tók Jens Garðar Helgason við. Gísli situr því ekki lengur í framkvæmdastjórn flokksins líkt og kom fram í fréttinni fyrr í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“