Skiptum er lokið í þrotabúi fjárfestingarfélagsins Grettir ehf. en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí á þessu ári. Grettir var stórtækt fjárfestingafélag á árunum fyrir hrun. Landsbankinn átti um tíma ríflega þriðjungshlut í félaginu en seldi hann árið 2006. Eignarhaldsfélagið Hansa, sem var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, keypti hlut Landsbankans að mestu.
Upp í lýstar kröfur greiddust rúmlega 800 milljónir eða 818.833.436. Er það aðeins 3,4% af lýstum kröfum.
Lýstar samþykktar kröfur í búið námu hvorki meira né minna en rúmlega 24 milljörðum: 24.004.537.166.
Skiptum var lokið þann 17. desember 2020.