fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Risagjaldþrot fjárfestingarfélags – Kröfur upp á 24 milljarða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. desember 2020 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í þrotabúi fjárfestingarfélagsins Grettir ehf. en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí á þessu ári. Grettir var stórtækt fjárfestingafélag á árunum fyrir hrun. Landsbankinn átti um tíma ríflega þriðjungshlut í félaginu en seldi hann árið 2006. Eignarhaldsfélagið Hansa, sem var í eigu Björgólfs Guðmundssonar, keypti hlut Landsbankans að mestu.

Upp í lýstar kröfur greiddust rúmlega 800 milljónir eða 818.833.436. Er það aðeins 3,4% af lýstum kröfum.

Lýstar samþykktar kröfur í búið námu hvorki meira né minna en rúmlega 24 milljörðum: 24.004.537.166.

Skiptum var lokið þann 17. desember 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt