fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Óánægja með upplýsingafundinn í dag og titringur í samfélaginu vegna bóluefna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. desember 2020 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, segist aldrei fyrr en í dag hafa fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum á upplýsingafundi Almannavarna. Staðan varðandi bóluefni, tímasetningar og magn, kom mjög til tals á fundinum og margir blaðamenn höfðu spurningar í þá veru. Svörin þykja óljós.

Umræða þess efnis að yfirvöld hafi klúðrað tímanlegri öflun bóluefnis með því að vera í samfloti með ESB varðandi bóluefnapantanir, í stað þess að leita eigin leiða og gera ráðstafanir í tíma, fer vaxandi í samfélaginu. Fyrr í dag ræddi DV við Kára Stefánsson, forstjóra ÍE, um málið og sagði hann:

„Ég held að við höfum ekki staðið okkur sérstaklega vel í að útvega bóluefni. Ég held við höfum reitt okkur dálítið mikið á samflot með öðrum. Þetta er harður heimur sem við búum í. Það varð alveg ljóst í upphafi þessa faraldar að þegar á reynir þá er þarna bara hver fyrir sig og enginn fyrir aðra.“

Kári sagðist ennfremur álíta að málið hefði verið of lengi látið vera í höndum skriffinna í stað þess að stjórnmálamenn tækju völdin. Þá sagði Kári einnig: „Ég held að það hafi verið einfeldningsháttur að ætla að reiða sig á Evrópusambandið og við séum að borga prísinn fyrir það að hafa ekki farið að kanna þetta miklu, miklu fyrr.“

Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir því að bólusetningu þjóðarinnar fyrir COVID-19 yrði lokið fyrir vorið. Nú virðast skilaboðin þau að þessu ljúki ekki fyrr en undir lok árs. Það setur áætlanir atvinnulífsins fyrir næsta ár í uppnám, ekki síst ferðaþjónustunnar.

Þess má geta að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, hefur einnig tjáð sig með mjög hvössum hætti um málið í dag. DV greindi frá. Össur segir meðal annars:

„Þessi staða verður Íslendingum dýr í lífsgæðum og kostnaði. Verði bólusetningum ekki lokið fyrr seinni part árs – þvert ofan í væntingar sem stjórnvaldið skapaði – þá þýðir það að eitt ferðaþjónustusumar til mun glatast. Það kostar þjóðarbúið tugi milljarða og líklega fjölda fyrirtækja sem hafa getað dregið fram lífið. Séð af Vesturgötunni virkar þetta afleit frammistaða hjá heilbrigðisyfirvöldum.“

Björn Ingi ritar eftirfarandi pistil um upplifun sína af upplýsingafundinum:

„Bólusetning gegn COVID-19 kom mjög til umræðu á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Í fyrsta sinn á þessum fundum (og hef ég setið þá ansi marga) fannst mér ég ekki fá fullnægjandi svör við spurningum mínum. Við erum í samfloti ESB án nokkurra tímasetninga, innan einstakra ríkja þar er mikil óánægja með fyrirkomulagið og margir þjóðarleiðtogar farnir að þrýsta á um eigin innkaup eftir þrýsting heima fyrir. Það ætti að vera hægur vandi að bólusetja svo fámenna þjóð, en hver mánuður sem líður gerir efnahagsbata okkar torveldari auk þess sem samfélagið verður áfram hálflamað eða jafnvel meira en það. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins undraðist á fundinum að sumar þjóðir væru að panta miklu meira bóluefni en þyrfti. Ástæðan fyrir því liggur þó fyrir; það var gert áður en ljóst yrði hvaða framleiðendur yrðu fyrstir og var gert til þess að tryggja þjóðarhagsmuni. Það þurfa íslensk stjórnvöld líka að gera; ekki bara vísa til þess sem er að gerast annars staðar.“

https://www.facebook.com/bjorningihrafnsson/posts/10224926847619127

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
Fréttir
Í gær

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara