fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Birtir myndir af Seyðisfirði fyrir og eftir hörmungarnar – „Hræðilegt að sjá þetta“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. desember 2020 09:30

Mynd/Ómar Bogason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni féllu miklar aurskriður féllu í Seyðisfirði. Þær skæðustu féllu í gær en þær hrifsuðu tíu hús með sér og sluppu einhverjir íbúar naumlega undan skriðunni. Ljóst er að eignatjónið vegna húsanna er gríðarlegt. Tekin var ákvörðun um að rýma Seyðisfjörð í gærkvöldi og er unnið að því að koma íbúum í skjól.

Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hve mikil eyðileggingin er á Seyðisfirði vegna hörmunganna. Twitter-notandinn Jón Kolbeinn birti í gær tvær myndir sem sýna svart á hvítu hversu mikið aurskriðan gerði. Myndirnar sem Jón birti eru teknar frá svipuðu sjónarhorni og lýsa hörmungunum afar vel.

Færslu Jóns og myndirnar má sjá hér fyrir neðan:

Færslan hefur vakið mikla athygli og hafa hundruðir Íslendinga sett hjarta við hana. Þá tjáðu margir sig um eyðilegginguna í athugasemdum undir tístinu. „Þetta er svo óraunverulegt. Elsku fjörðurinn okkar fagri,“ segir kona nokkur. „Hræðilegt að sjá þetta,“ segir önnur.

Þá lítur ein kona á björtu hliðina í málinu en það er að engin lét lífið vegna hörmungana. „Þetta er alger hryllingur. Mikið finn ég til með ykkur sem þarna búið. Ég er í áfalli yfir þessu þó ekki snerti þessar hörmungar mig persónulega. En ég gleðst um leið yfir að enginn kenndi sér meins. Mannslífin eru mest virði. Samúðarkveðja til allra sem misstu húsin sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið

Leitað að hinni fágætu Mirabel með geltandi dróna – Hugsanlegt að henni hafi verið stolið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“

Hvítt ryk hrellir bílaeigendur í nágrenni við niðurrifnu Íslandsbankabygginguna – „Bíllinn er allur þakinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við

Hvað gerðist á bak við tjöldin sem lét Biden hætta við