fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Mannskæðasti bruni þessarar aldar stafaði af íkveikju og hættulegu ástandi hússins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 18. desember 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrsla húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um brunann á Bræðraborgarstíg var birt í dag. Þrír einstaklingar létu lífið í brunanum sem er sá mannskæðasti á þessari öld. Samkvæmt skýrslunni var orsök brunans íkveikja og er talið líklegt að kveikt hafi verið í tveimur stöðum í húsinu.

Rannsóknin var flókin. Meðal annars vegna hraðrar útbreiðslu eldsins. Samkvæmt rannsakendum höfðu fleiri þættir en íkveikjan áhrif á hversu mannskæður bruninn varð. Eldurinn byrjaði fyrst í herbergi á 2. Hæð en um mínútu síðar hafi kviknað eldur á stigapalli sömu hæðar. Húsið var yfir hundrað ára gamalt forskalað timburhús sem ekki var vel úr garði gert með tilliti til brunavarna. Teikningar frá árinu 2000 gerðu ráð fyrir brunavörnum sem ekki voru til staðar þegar bruninn varð. Eins hafði herbergjaskipan verið breitt. Brunahólfun að stigahúsi var ekki til staðar né þau björgunarop sem voru á samþykktum teikningum.

Inngangi á 2. Hæð hússins hafi á einhverjum tímapunkti verið lokað með þeim afleiðingum að í stað tveggja flóttaleiða úr íbúðinni var bara ein.

Skýrsluhöfundar segjast harma að ekki hafi verið gerð lokaúttekt á 2. Hæð hússins þegar úttekt fór fram árið 2000 en sú úttekt tók aðeins til 1. Hæðar þar sem dagvistunarheimili var rekið á þeim tíma.

Eigandi hússins á hverjum tíma bar ábyrgð á ástandi hússins og var skylt að sækja um tilskilin leyfi vegna breytinga á húsnæðinu sem og að tryggja viðunandi brunavarnir.

Í skýrslunni kemur fram að notkun hússins hafi verið önnur en teikningar gerðu ráð fyrir og forsendur allt aðrar gagnvart brunaöryggi. Húsið var notað sem útleiga á herbergjum frekar en tvær íbúðir en slík breyting kalli á auknar brunavarnir og eldvarnareftirlit.

Í skýrslu var einnig horf til viðbragðstíma slökkviliðs sem var fullmannað á svæðinu 11 mínútum og 50 sekúndum eftir útkall. Það er tæpum tveimur mínútum umfram þann tím sem gert er ráð fyrir á hverju útkallssvæði. Skýrsluhöfundar töldu þó að hefði slökkvilið mætt fyrr á staðinn hafi það ekki náð að breyta neinu um hvernig fór.

Í tilkynningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um útgáfu skýrslunnar er haft eftir Hermanni Jónassyni, forstjóra:

„Bruninn á Bræðraborgarstíg er mikill harmleikur. Það er óásættanlegt fyrir okkar samfélag að aðstæður íbúa hússins skuli hafa verið þeim hætti sem lýst er í skýrslunni. Erlent verkafólk er hópur sem við höfum lengi vitað að er í einna verstu stöðunni á húsnæðismarkaði. Á Bræðraborgarstíg voru brunavarnir ekki í samræmi við lög. Þessi skýrsla þarf að verða upphafspunktur úrbóta og til þess þurfa margir ólíkir aðilar að koma að borðinu. Við höfum verið með óleyfisbúsetu, sem við köllum það þegar fólk býr í húsnæði sem ekki er ætlað sem íbúðarhúsnæði, í sérstakri skoðun að undanförnu, í samvinnu við borgaryfirvöld, slökkvilið og verkalýðshreyfinguna. Nú liggur þessi skýrsla fyrir og birtir okkur veruleika fólks sem býr í ósamþykktu leiguhúsnæði en sem reynist svo vera brunagildra. Við skuldum bæði þeim sem létust og þeim sem búa í óviðunandi húsnæði í dag að bregðast við. Að ósk ráðherra þá munum við vinna þetta hratt og skila tillögum innan fimm til sex vikna. Við ætlum að eiga samtal við alla hlutaðeigandi. Það verður að taka betur utan um þessi mál en hefur verið gert hingað til, svo tryggja megi að hræðilegir atburðir eins og þessi endurtaki sig ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Í gær

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“

Tálbeituhópur neitar ásökunum um fjárkúgun – „Ef þú skráir þig þarna þá veistu að þú ert að fara að horfa á ólöglegt efni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð

Nágrannaerjur í stóru fjölbýlishúsi – Ásakanir um leyndarhyggju og sérmeðferð