fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Kona sakfelld fyrir líkamsárás í heitum potti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. desember 2020 15:16

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem fædd er árið 1987 var í dag sakfelld fyrir líkamsárás á aðra konu í heitum potti við smáhýsi að Vegamótum á Dalvík. Atvikið átti sér stað þann 13. júní síðastliðinn.

Hin ákærða var sökuð um að hafa skellt annarri konu í pottinn og síðan bitið hana í ennið, framhandlegg hægri handar, vinstri augabrún og vinstra kinnbein. Af þessu hlaut þolandinn mar á báðum herðablöðum, mar á innanverðum hægra fótlegg, bit/mar é enni, vinstra hluta andlits, hægra framhandlegg og á báðum höndum.

Konan játaði brot sín skýlaust en hún hefur hreinan sakaferil. Var hún dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi. Hún var dæmd til að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 90 þúsund krónur.

Dómurinn var kveðinn upp við Héraðsdóm Norðurlands eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt