Kona sem fædd er árið 1987 var í dag sakfelld fyrir líkamsárás á aðra konu í heitum potti við smáhýsi að Vegamótum á Dalvík. Atvikið átti sér stað þann 13. júní síðastliðinn.
Hin ákærða var sökuð um að hafa skellt annarri konu í pottinn og síðan bitið hana í ennið, framhandlegg hægri handar, vinstri augabrún og vinstra kinnbein. Af þessu hlaut þolandinn mar á báðum herðablöðum, mar á innanverðum hægra fótlegg, bit/mar é enni, vinstra hluta andlits, hægra framhandlegg og á báðum höndum.
Konan játaði brot sín skýlaust en hún hefur hreinan sakaferil. Var hún dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi. Hún var dæmd til að greiða sakarkostnað upp á rúmlega 90 þúsund krónur.
Dómurinn var kveðinn upp við Héraðsdóm Norðurlands eystra.