fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Þórarinn sagður koma að stofnun nýs meðferðarheimilis – Úlfúð meðal félagsmanna AA og SÁÁ vegna málsins

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Titringur er innan félagsmanna AA samtakanna vegna bollalegginga Bláa bandsins svokallaða. Í bréfi sem meðal annars var sent til fjölmiðla segir forstöðumaður Bláa bandsins, Arnar G. Hjálmtýsson, að bandið sé félagsskapur frumkvöðla í AA á Íslandi.

Í bréfinu er þess óskað að Reykjavíkurborg afhendi félagsskapnum hús á Kjalarnesi þar sem eitt sinn var rekin meðferðarstöð í þeim tilgangi að endurreisa þá starfsemi þar. Segir jafnframt að í ljósi langra biðlista eftir meðferð sé þörfin brýn. Biðin geti kostað mannslíf.

Arnar segir að markmið Bláa bandsins sé að eyða öllum biðlistum innan tveggja ára. Vinna að undirbúningi sé þegar hafin og standi viðræður nú yfir við heilbrigðisyfirvöld og Sjúkratryggingar Íslands.

Athygli vekur að sérstaklega er tekið fram að Þórarinn Tyrfingsson hafi veitt félagsskapnum aðstoð við undirbúningsvinnuna og að nýja meðferðarstöðin sé ekki hugsuð SÁÁ til höfuðs: „Við erum ekki að fara í neina samkeppni við SÁÁ eða Landspítalann en munum létta svo mikið á með þeim að þeir geta farið að sinna sínum verkefnum af kostgæfni,“ segir í bréfinu.

Tapaði formannsslag í sumar

Eins og DV greindi frá gaf Þórarinn Tyrfingsson kost á sér í formannskjöri á aðalfundi SÁÁ síðastliðið sumar en laut í lægra haldi fyrir Einari Hermannssyni.

Kosningarnar voru miklar hitakosningar og féllu þung orð í aðdraganda þeirra. Stuðningsmenn Þórarins, sem starfað hefur fyrir samtökin í hartnær 40 ár, gáfu það leynt og ljóst til kynna að vilji Einars væri að sameina Vog opinbera heilbrigðiskerfinu með einum eða öðrum hætti. Enn færðist hiti í leikinn þegar starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í aðdraganda kosninganna:Enn færðist hiti í leikinn þegar starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ sendu frá sér harðorða yfirlýsingu í aðdraganda kosninganna:

„Nú hefur Þórarinn Tyrfingsson boðið sig fram til formanns SÁÁ að nýju. Að hans mati getur enginn nema hann bjargað SÁÁ og kveðið niður þann óróleika sem hann telur að eigi sér stað í starfi samtakanna. Óróleika sem hefur að miklu leyti skapast af hans eigin völdum. Þórarinn hefur unnið ötullega að því að reyna skapa úlfúð og missætti milli starfsstétta og hans handbragð var auðþekkjanlegt á öllum gjörðum framkvæmdarstjórnar sem leiddu til vantraustsyfirlýsingar starfsfólks meðferðarsviðs á formann SÁÁ og framkvæmdarstjórn í apríl s.l.

Við starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson sem formann SÁÁ. Okkur þarf ekki að bjarga, starfsandinn er almennt góður og það eitt að fyrrverandi formaður haldi öðru fram er dæmigert fyrir hans stjórnunarstíl, viðhorf og sjónarmið.“

Þórarinn ekki af baki dottinn

Samkvæmt heimildum DV er Þórarinn alls ekki af baki dottinn hvað aðkomu hans að áfengis- og vímuefnamálum landsins varðar. Herma heimildarmenn blaðsins að Þórarinn hafi boðað fjölmarga stuðningsmenn sína á sinn fund undanfarin misseri og að téðir fundir hafi einmitt meðal annars snúist um að koma á laggirnar nýrri meðferðarstöð.

Arnar G. Hjálmtýsson er forsvarsmaður samtakanna Betra lífs, sem rekur meðal annars áfangaheimili í Fannborg í Kópavogi. Samtökin, sem skráð eru til heimilis að heimili Arnars, hafa reyndar verið gagnrýnd fyrir skort á aðkomu fagfólks að starfinu þeirra. Sú gagnrýni á reyndar víðar við, en litlar reglur og fáar kvaðir eru lagðar á rekstur áfangaheimila hér á landi. Einn viðmælandi DV kallaði regluverkið utan um málaflokkinn „villta vestrið.“ Á heimili Betra lífs eru starfsmenn á virkum dögum, en engir um helgar og er þar lítið eftirlit með hvað heimilismenn taka með sér þangað inn. Gríðarlegs átaks er þörf, segja heimildarmenn, til þess að koma þessum málum í lag. Eiga þeir þar við fjármagn, eftirlit og regluverk með starfsemi af þessu tagi.

Á heimilinu að Fannborg lést kona, rétt tæplega fimmtug, í síðasta mánuði, úr ofneyslu vímuefna. Hún átti tvö börn.

Óánægja innan AA samtakanna

Fólk innan AA samtakanna sem DV hefur rætt við vegna málsins segist hugsi yfir aðferðum Bláa bandsins svokallaða og segir þær jafnvel stangast á við erfðavenjur samtakanna. Erfðavenjurnar eru 12 og mynda nokkurskonar stofnsáttmála þeirra.

Vísa þeir einna helst til 6., 7. og 9. greina. Þar segir meðal annars að AA samtökin ættu aldrei að ljá öðrum samtökum eða málstað nafn sitt, að hafna eigi utanaðkomandi fjárhagsaðstoð og að AA-samtökin eigi aldrei að skipuleggja starfsemi sína.

Aðilar innan AA sem DV ræddi við segja leitt að nafn samtakanna sé með þessu dregið inn í áætlanir Bláa bandsins. Gildir þar einu hversu verðug verkefni þeirra kunna að vera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Í gær

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“