fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Fyrrum skipverji á Júlíusi Geirmundssyni stefnir útgerðinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. desember 2020 07:50

COVID-19 hópsmit kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni eins og frægt varð. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum skipverji á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur stefnt útgerð hans, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru, fyrir ólögmæta uppsögn og krefst rúmlega 5 milljóna vegna launa í uppsagnarfresti. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

Fram kemur að skipverjinn hafi verið í áhöfn skipsins í tæp níu ár eða til ársins 2016. Þá var hann látinn fara eftir að hann glímdi við skammvinn andleg veikindi og auk þess hafi hann slitið hásin þegar hann spilaði fótbolta. „Hann er hörkuduglegur, er á sjó í Noregi núna og í góðum málum,“ er haft eftir Jónasi Þór Jónassyni, lögmanni mannsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður útgerðarinnar, vildi ekki tjá sig um af hverju manninum var sagt upp. Bæði hann og Jónas staðfestu að sættir hefur verið reyndar en ekki tekist.

Eins og mörgum er eflaust í fersku minni kom upp hópsmit af COVID-19 á togaranum og er það mál nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Sjópróf hafa farið fram vegna málsins og sögðu skipverjar þá að þeir hefðu verið beittir þrýstingi til að vinna þrátt fyrir veikindi og að þeir hefðu óttast að missa vinnuna. „Það kom fram í sjóprófunum, og menn vita það, að ef þeir verða veikir missa þeir vinnuna. Þeir geta ekki haft sjálfstæða skoðun á einu eða neinu, enda með fjölskyldur til að sjá fyrir. Það er allt undir. Því miður er þrælsóttinn ríkjandi,“ er haft eftir Jónasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“