Nokkuð mikið hefur verið að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en 64 mál voru bókuð frá kl. 11 til 17. Þar á meðal varð umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar en meiðsli ökumanna eru talin vera minniháttar.
Í hádeginu var gerð tilraun til þjófnaður úr verslun í Garðabæ. Starfsmaður endurheimti varning sem gerandi reyndi að stela en lenti í átökum við geranda sem náði að komast undan. Lögregla hefur upplýsingar um hver gerandi er.
Í þriðja tímanum í dag var maður handtekinn í Hafnarfirði fyrir líkamsárás og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu.
Um svipað leyti var maður handtekinn fyrir að áreita konu við bifreiðaverkstæði í austurhluta Reykjavíkur.