Tilkynnt var um líkamsárás í heimahúsi á Bíldudal aðfararnótt sunnudags. Maður sem kom heim til sín að kvöldi til þegar tveir ókunnugir menn hleyptu sjálfir sér inn hjá honum. Hann kvaðst ekki hafa þekkt þá og reynt að koma þeim út en þá réðust þeir að honum. Hann bar áverka eftir árásina en ekki er vitað hvað gekk mönnunum til. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á Vestfjörðum.