Styrr hefur staðið um Fjölskylduhjálpina undanfarið. Í fréttaskýringum Stöðvar 2 hefur stigið fram fólk sem heldur því fram að félagið beiti mismunun í úthlutun sinni á kostnað erlendra umsækjenda um aðstoð. Fólk sem telur sig hafa orðið fyrir fordómum af hálfu Fjölskylduhjálparinnar hefur stigið fram með ásakanir.
En það hafa margir komið Fjölskylduhjálpinni til varnar og sagt þessa umræðu vera róg. Fjölskylduhjálpin hefur sjálf lýst því yfir að 58% skjólstæðinga hennar séu útlendingar.
Meðal þeirra sem styðja Fjölskylduhjálpina og formann hennar, Ásgerði Jónu Flosadóttur, er athafnakonan Jónína Ben sem skrifaði þennan stutta pistil:
„Ferlegt bull, hún er hetja, ég hef unnið hjá henni og þetta er allt tóm lýgi. Mögnuð kona, skammst ykkar og þó svo að hún vilji okkar þjóð það besta, hræsnarar. Ég ef aldrei heyrt hana niðurægja erlent fólk, frekar haldið uppi aga.“