fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Perla er látin – „Fyrrverandi nemendur og starfsfólk minnast svipmikillar og glæsilegrar konu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. desember 2020 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Perla Kolka, fyrrverandi ritari á aðalskrifstofu Háskóla Íslands, lést þann 3. desember, 96 ára að aldri.

Jón Atli Benediktsson háskólarektor minnist Perlu í pistli sem hann birti á Facebook í dag:

Perla Kolka, fyrrverandi ritari á aðalskrifstofu Háskóla Íslands, lést 3. desember sl., 96 ára að aldri.
Perla var fædd í Vestmannaeyjum 31. maí 1924 en ólst upp á Blönduósi, foreldrar hennar voru Guðbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir og Páll V.G. Kolka héraðslæknir. Að loknu grunnskólanámi stundaði hún nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Hún starfaði hjá Landssímanum, talsambandi við útlönd, en réðst til Háskóla Íslands 1971. Perla gegndi ýmsum störfum hjá skólanum; sinnti fyrst símaþjónustu en var lengst af ritari á aðalskrifstofu Háskólans í Aðalbyggingu, þar sem einnig starfaði eiginmaður hennar Stefán Sörensson háskólaritari. Hún starfaði síðast fyrir læknadeild og hjúkrunarfræðideild, til starfsloka 1991.
Að loknum starfsferli var Perla virk um árabil í Skólabæjarhópnum, hópi fyrrverandi starfsmanna Háskóla Íslands, ásamt systur sinni Halldóru Kolka Ísberg sem var gjaldkeri skólans. Fyrrverandi nemendur og starfsfólk minnast svipmikillar og glæsilegrar konu, með eldrautt hár, sem vann störf sín af trúmennsku og alúð og greiddi götu margra.
Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka ég störf Perlu Kolka í þágu skólans og votta aðstandendum hennar innilega samúð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Einar svaraði fyrir sig eftir að Össur lét hann heyra það

Einar svaraði fyrir sig eftir að Össur lét hann heyra það
Fréttir
Í gær

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Fréttir
Í gær

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening