fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Breyta fjármögnun Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. desember 2020 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áramótin 2022 munu Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri taka í notkun DRG fjármögnunarkerfi en kerfið verður notað í svokallaðri skuggakeyrslu á næsta ári. Markmiðið með innleiðingu kerfisins er að auka gegnsæi í fjármögnun og auka framleiðni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu verði engin breyting á fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins. Þær verða áfram á fjárlögum en hver stofnun gerir samninga við Sjúkratryggingar Íslands.

Sáralítið er vitað í dag um hvaða þjónustu spítalar veita fyrir utan fjölda sjúklinga og legutíma. Í DRG kerfinu er skýr tenging á milli fjárveitinga og starfsemi. Kerfi sem þessi eru notuð víða erlendis en þau eru í raun flokkunarkerfi. Þjónustunni er skipt niður og hvert viðvik hefur sinn verðmiða. Samkvæmt DRG-gjaldskrá Landspítalans á þessu ári kostar botnlangaskurður með stuttri meðferð rúmlega 370.000 krónur.

Spítalinn hefur verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands frá 2017 um skuggakeyrslu kerfisins.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri