Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um bóluefni fyrir 85.000 manns. Talið er að fyrstu skammtarnir berist strax um áramótin en gert er ráð fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti lyfinu markaðsleyfi í síðasta lagi 29. desember.
Fyrirliggjandi eru samningar um bóluefni handa 281.000 einstaklingum. Ljóst er því að meirihluti þjóðarinnar verður bólusettur á næstu mánuðum.