Maður sem var fyrir rétti vegna umferðarlagabrots reyndist örlagavaldur Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og íslenskra yfirvalda í Mannréttindadómsmálinu. Maðurinn áfrýjaði dómi sínum fyrir Landsrétti til Mannréttindadómsins (MDE) á þeim forsendum að hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem dómurinn hefði ekki verið réttilega skipaður. MDE hefur tvisvar kveðið upp úrskurð þar sem fallist er á þetta sjónarmið, en ráðherra hafði áhrif á skipan dómara í réttinn með því að breyta lista hæfnisnefndar.
Maðurinn sem þarna átti í hlut hefur komið nokkuð oft við sögu varðandi umferðarlagabrot og Morgunblaðið gerir það að umfjöllunarefni í frétt í gær. Morgunblaðið nafngreinir manninn í fréttinni sem ber fyrirsögnina „Mannréttindamaðurinn missir prófið ævilangt í níunda sinn“. Segir í fréttinni að dómur hafi fallið yfir honum í síðustu viku þar sem hann er sakfelldur fyrir akstur undir áhrifum ávanalyfja, sem og vopnalagabrot og hylmingu. Er hann sagður hafa ekið pallbíl próflaus á Stokkseyri, ófær um akstur vegna kókaínneyslu.
Sveinn Andri skrifar um þennan fréttaflutning á Facebook: