fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Sauð upp úr fyrir utan Kalda bar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 13:05

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagskvöldið 25. ágúst árið 2017 kom til átaka fyrir utan Kalda bar, Laugavegi 20b í Reykjavík. Núna, næstum þremur árum síðar, sýpur gerandinn í málinu seyðið af því.

Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 2. desember síðastliðinn. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa veist að öðrum manni fyrir utan Kalda bar, slegið hann tveimur hnefahöggum og skallað hann í andlitið þannig að hann kastaðist aftur á útidyrahurð staðarins, með þeim afleiðingum að hann kastaði upp og hlaut heilahristing, mar í andliti, brot á tönn og tognun á hálsi.

Einnig var hann ákærður fyrir líflátshótanir gegn manninum en ákæruvaldið féll frá þeim hluta ákærunnar.

Hinn ákærði játaði brot sín. Hann hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.

Refsing var ákveðin 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða miskabætur upp á 400.000 krónur og málsvarnarlaun til verjanda síns upp á 367.040.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka