fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Bretar gefa bóluefni grænt ljós – Ísland fylgir ESB sem „fundar um málið“ í lok mánaðarins

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Bretland gáfu í dag bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni og Covid-19 sjúkdómnum sem hún veldur grænt ljós fyrir almenna notkun. Frá þessu greindu þarlend yfirvöld. Samkvæmt frétt RUV um málið er sagt að dreifing gæti hafist í næstu viku og almenn bólusetning fáeinum dögum síðar. 800 þúsund skammtar af bóluefninu eru þegar á leið til Bretlands af þeim 40 milljónum skammta sem þeir hafa pantað.

Kórónuveirufaraldurinn hefur þegar kostað mörg hundruð þúsund mannslíf og orsakað eina dýpstu efnahagskreppu sögunnar auk mestu ferðatakmarkana frá Seinni heimsstyrjöld. Það er því ljóst að mikið liggur við og hafa þegar öll tímamet á þróun bóluefnisins verið slegin.

Eins og fram hefur komið mun Ísland fylgja Evrópu hvað samþykki á almennri notkun bóluefnis við Covid-19 varðar. Í samtali við DV í síðustu viku sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að nýtt bóluefni þurfi blessun Lyfjastofnunar Evrópu. „Íslenska lyfjaeftirlitið hefur auðvitað sitt að segja, en heilt yfir fylgjum við Evrópu í þessum efnum,“ sagði hann.

Samkvæmt frétt Financial Times frá því í gær er ljóst að það verður ekki á þessu ári. Þar kemur fram að fyrsti fundur Lyfjastofnunarinnar um málið verði haldinn 29. desember næstkomandi, sem er næst síðasti virki dagur ársins. Þar verður tekin afstaða til umsóknar um leyfi fyrir bóluefni Pfizer/BioNTech, sem Bretland samþykkti í dag, og þann 12. janúar mun hún svo funda um bóluefni Moderna. Fari svo að Lyfjastofnun Evrópu veiti Pfizer/BioNTech bóluefninu grænt ljós þurfa svo öll einstök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja niðurstöðuna og notkunina innan sinna landamæra. Ljóst þykir að það mun ekki nást á þessu ári.

FDA, Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, hefur áður gefið það út að hún mun fjalla um ákvörðun bæði Pfizer/BioNTech og Moderna í þessum mánuði.

Fari sem horfir er því ljóst að fyrsti handleggurinn hér á landi verður ekki sprautaður fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir