Anna Aurora Óskarsdóttir sem sökuð var um að hafa villt á sér heimildir og starfað í bakvarðateymi sem sjúkraliði án réttinda, á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í apríl, verður ekki ákærð. Þetta staðfestir embætti héraðssaksóknara í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV.
Anna Aurora var einnig sökuð um lyfjastuld en lögregluleit í híbýlum hennar skilaði ekki fundi á neinum lyfjum.
Mál Önnu vakti gífurlega athygli í fjölmiðlum um páskaleytið en tilkynnt var um meint brot hennar á upplýsingafundi Almannavarna vegna kórónuveirunnar.