fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins kostaði hjúkrunarheimilin 450 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 07:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins kostaði hjúkrunarheimili landsins 312 milljónir til loka ágúst. Að auki töpuðu þau 140 milljónum króna vegna daggjalda sem þau fengu ekki þar sem færri innlagnir voru á heimilin.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í samantekt Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). Fram kemur að ríkið hafi ekki viljað taka þátt í þessum kostnaði þótt það notist við eigin heilbrigðisstofnanir og gagnrýna forsvarsmenn stofnananna þetta.

Haft er eftir Gísla Páli Pálssyni, formanni SFV, að þessir peningar séu til hjá Sjúkratryggingum Íslands því gert hafi verið ráð fyrir því á fjárlögum að greitt yrði fyrir þessa daga.

Útlitið er slæmt fyrir þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Ástæðan er að smit hefur borist inn á fjögur hjúkrunarheimili en komust aðeins inn á eitt í fyrstu bylgjunni.

Þau daggjöld sem Sjúkratryggingar greiða eiga að standa undir rekstri hjúkrunarheimilanna en gera það ekki. Almennt eru þau rekin með halla sem sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir eiga ekki peninga til að standa undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“