fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Dýrkuð og dáð en lentu í einelti sem börn

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 6. nóvember 2020 16:00

Samsett mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þekktir og dáðir Íslendingar hafa stigið fram og deilt reynslu sinni af einelti. Einelti getur komið fyrir hvern sem er og segir ekkert um persónu þolandans. Það er hugrakkt að tjá sig um einelti og ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ofbeldi undir myllumerkinu #FOKKOFBELDI, auk þess sem þekktir einstaklingar hafa stigið fram og fordæmt einelti. Segjum frá og stöðvum einelti!

SALKA SÓL
Leik- og söngkonan Salka Sól Eyfeld hefur greint frá einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla og hefur í kjölfarið unnið að for-varnaverkefni gegn einelti, Krakkar með krökkum, í samstarfi við Heimili og skóla og Vöndu Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í eineltismálum. Salka Sól varð móðir fyrr á árinu og er ein eftirsóttasta listakona landsins.

Salka Sól
Salka Sól. Mynd: Aðsend

KATRÍN HALLDÓRA
Katrín Halldóra Sigurðardóttir er einna þekktust fyrir stórkostlega túlkun sína á söngkonunni Ellý Vilhjálms í uppfærslu Borgarleikhússins á verkinu Ellý. Katrín var þó ekki alltaf dýrkuð og dáð. Þegar hún flutti í Neskaupstað varð hún utanveltu og shefur sagt opinberlega að hafa verið feitur krakki og prestsdóttir ekki hafa hjálpað til. Hún var ekki tekin inn í hópinn og lagði ekki í það að reyna að sanna sig fyrir hinum krökkunum.

Katrín Halldóra er ein vinsælasta leikkona landsins.

STEFÁN KARL
Einn vinsælasti leikari landsins, Stefán Karl Stefánsson heitinn, var ötull baráttumaður gegn einelti og barðist kröftuglega gegn því allt sitt fullorðinslíf. Stefán Karl stofnaði samtök gegn einelti, Regnbogabörn, og hélt mörg hundruð fyrirlestra til að vekja athygli á einelti. Hann lýsti einnig á opinskáan hátt reynslu sinni af einelti, bæði sem þolandi og gerandi.

Stefán Karl Stefánsson sem Glanni Glæpur Mynd. Torg

DIDDÚ OG PÁLL ÓSKAR
Söngkonan stórkostlega Sigrún Hjálmtýsdóttir, betur þekkt sem Diddú, lýsti því í viðtali við Morgunblaðið 1994 að hún hefði verið lögð í einelti þegar hún var barn. „Sem barn var ég með svona þykkt, raut t hár og mjög feit og var lögð í einelti.“ Hún lýsir því hvernig hún var króuð af úti í horni og strítt mjög mikið. Þegar hún varð eldri stofnaði hún ásamt þremur vinkonum sínum saumaklúbb, þar sem þær bökuðu tertur og hlustuðu á tónlist, í stað þess að svekkja sig á að vera ekki boðið í partí.

Bróðir hennar Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoð og glimmerstjarna Íslands, lenti einnig í einelti. Hann hefur lýst unglingsárum sínum sem lifandi helvíti og eignaðist sína fyrstu vinkonu í níunda bekk.

Páll Óskar og Diddú Hjálmtýrsbörn

JÓN DAÐI
Jón Daði Böðvarsson, atvinnumaður í fótbolta, lenti í einelti sem barn og skrifaði fallega orðsend-ingu í athugasemd við Facebook-færslu móður ungs drengs sem hefur orðið fyrir skelfilegu einelti í Garðabæ.
„Hæ Ólíver. Hvað segirðu félagi? Eru strákar sem eru með minnimáttarkennd að stríða þér og leggja þig í slæmt einelti? Láttu mig þekkja það vinur. Ég lenti nákvæmlega í því sama og þú á þínum aldri,“ skrifaði Jón og sendi drengnum kveðju frá sér og landsliðinu. „Þú veist innst inni Ólíver að þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi. Ég meina, mér finnst þú vera það og okkur öllum í landsliðinu. Og haltu áfram að æfa þig í boltanum og vera duglegur. Fyrir þig. Þinn félagi – Jón Daði Böðvarsson.“

Jón Daði Böðvarsson Mynd: GettyImages

ÁSGEIR JÓNSSON
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði frá því í sjónvarpsþættinum Mannamáli á Hringbraut að hann hefði verið lagður í einelti sem barn vegna stams. Hann segist varla hafa getað komið upp einu orði vegna stams í æsku og einelti vegna þess gat orðið ljótt. Reynslan af eineltinu hafi hins vegar hert hann og gert hann sjálfstæðan, en ekki að viljalitlu hópdýri. Ásgeir Jónsson er einn virtasti stjórnandi landsins og þykir bæði skarpur og fær í mannlegum samskiptum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja