fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Enginn kannast við nýtt flugfélag – MOM air – „Ég veit ekkert um þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekkert um þetta,“ segir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, um vefsíðuna momair.is sem virðist vera vefsíða nýs flugfélags sem ætlar að hefja flug í desember og lofar ókeypis flugi í eitt ár. Einnig segir á vefsíðunni að stefnt sé á blaðamannafund 11. nóvember.

Útlit síðunnar líkist mjög hönnun WOW air sáluga og M-in í MOM virðast vera W á hvolfi með sömu stafagerð og í merki WOW air.

Vefurinn er allþungur og því erfitt að ferðast á milli efnisliða. Af einhverjum ástæðum hefur listamaðurinn Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, verið bendlaður við framtakið. DV hringdi í hann og kannast hann ekki við að þetta sé einhver gjörningur á hans vegum. Hann sagði hins vegar að nokkrir blaðamenn hefðu hringt í hann vegna málsins.

Á vefsíðunni segir meðal annars að í flugferðum á vegum MOM air verði boðið upp á ekta mömmumat. Þá segir að bókunarvél flugfélagsins fari í loftið 9. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Í gær

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband