fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Trump lýsir yfir sigri og segist fara til hæstaréttar – „Við vinnum allt. Þeir geta ekki náð okkur“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 07:47

Trump segist ætla að leita til hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, flutti ávarp fyrir nokkrum mínútum í Hvíta húsinu. Hann fór yfir úrslitin og stöðu atkvæðatalningar í nokkrum ríkjum. Hann sagði að verið væri að „svindla rosalega“ á Bandaríkjamönnum en útskýrði það ekki nánar. Svo virðist sem forsetinn sé ekki viss um að ná endurkjöri og því ræddi hann um hæstarétt og að hann muni leita til hans um að láta stöðva talningu atkvæða auk þess að koma með fullyrðingar um kosningasvindl sem hann studdi ekki frekar.

„Við vinnum allt. Þeir geta ekki náð okkur,“

sagði hann og átti þar við að Demókratar geti ekki náð Repúblikönum í atkvæðatalningunni.

„Við vinnum allt. Úrslitin eru frábær og við erum tilbúin að fara út og fagna svona fallegum og góðum hlut,“

sagði hann. Þegar hann flutti ræðuna var staða frambjóðendanna nokkuð jöfn, Biden hafði tryggt sér 225 kjörmenn og Trump 213. 270 kjörmenn þarf til að sigra. Enn er beðið eftir niðurstöðu talningar í nokkrum kjördæmum en hún gæti dregist á langinn vegna fjölda póstatkvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“