Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hlutfallið hafi verið breytilegt á milli ára því miklar breytingar hafi orðið á hvaðan umsækjendur koma.
Til viðbótar við þetta fengu 229 manns, svokallaðir kvótaflóttamenn, vernd hér á landi.
Ástæður fyrir að vernd er veitt hér á landi eru mismunandi, til dæmis vernd, viðbótarvernd eða mannúðarleyfi.
Ef miðað er við höfðatölu þá fengu Svíar fleiri umsóknir um alþjóðlega vernd en Íslendingar á árunum 2015-2019 eða 257 á hverja 100.000 íbúa, hér á landi voru umsóknirnar 237 á hverja 100.000 íbúa. Í Finnlandi voru umsóknirnar 82, í Danmörku 47 og 43 í Noregi á hverja 100.000 íbúa. Þetta er byggt á tölum frá Eurostat, evrópsku hagstofunni.
Hvað varðar jákvæða afgreiðslu á umsóknum miðað við höfðatölu þá fengu 115 hæli fyrir hverja 100.000 íbúa í Svíþjóð, 106 á Íslandi, 80 í Finnlandi, 38 í Noregi og 31 í Danmörku.