fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Stór lögregluaðgerð í Mosfellsbæ – 10 til 15 lögreglumenn í sóttvarnagöllum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 18:10

Aðsend mynd frá vettvangi aðgerða lögreglunnar við Brekkutanga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór lögregluaðgerð stóð yfir í raðhúsi við Brekkutanga í Mosfellsbæ í sjötta tímanum í dag. Sjónarvottur sá 10 til 15 lögreglumenn í sóttvarnabúningum fyrir utan húsið. Samkvæmt heimildum úr röðum íbúa í Tanga- og Holtahverfi í Mosfellsbæ er umrætt hús bendlað við innbrota- og almennan þjófnaðarfaraldur sem geisað hefur í Mosfellsbæ undanfarið.

Sjá einnig: Innbrotafaraldur í Mosfellsbæ – „Hér sit ég í áfalli“ 

Sjónarvottur sá einn lögreglumann standa vörð við bílskúrsdyr hjá húsinu og bílskúrinn var opinn.

Talið er að íbúar í húsinu séu í fíkniefnaneyslu og einhverjir þeirra eru sagðir Covid-smitaðir. Það hefur ekki fengist staðfest.

Aðsend mynd frá vettvangi

DV náði sambandi við Elínu Agnesi Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjón á lögreglustöð 4 hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hún segir lögregluna vera vel meðvitaða um faraldurinn í Mosfellsbæ og hafa safnað miklum upplýsingum. „Þetta er tímabundið ástand og við höfum miklar upplýsingar sem við erum að vinna með. Þetta er ákveðið ástand sem lögreglan er að reyna að koma böndum á. Það er verið að vinna að erfiðum málum sem tengjast þessum tilkynningum sem hafa verið gefnar. Þetta er mjög erfitt ástand en við erum að vinna í þessu og það er eftirlit í gangi i Mosfellsbæ,“ sagði Elín við DV í gær.

Ekki hefur náðst samband við lögreglustöð 4 við vinnslu þessarar fréttar. En eftirfarandi tilkynning barst fá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum í Mosfellsbæ í dag að undangengnum dómsúrskurðum. Einn hefur verið handtekinn í þessum aðgerðum og lagt var hald á muni, sem grunur leikur á að séu þýfi, á öðrum staðnum. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er því um annað hús að ræða sem tengist innbrotafaraldrinum fyrir utan það sem hér hefur verið nefnt. Hitt húsið mun vera við götuna Þveholt.

Uppfært kl. 17:30

Samkvæmt tilkynningu í íbúahópi á Facebook fannst mikið þýfi í húsinu við Brekkutanga. Lögreglu hefur beðið íbúa sem sakna muna sem horfið hafa undanfarið að hafa samband á morgun. Meðal þess sem fannst í húsinu voru styttur, blómapottar, reiðhjól, tölvur, Fuzzy-stóll og margt fleira.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“