Ingvar Árni Ingvarsson var í sumar dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fíkniefnamisferli, umferðarlagabrot, peningaþvætti og ólöglega vörslu skotvopna. Ekki hefur tekist að birta Ingvari dóminn og birtist hann því í Lögbirtingablaðinu í dag.
Ingvar og Anna María Gísladóttir voru bæði ákærð fyrir vörslu í sölu- og dreifingarksyni á töluverðu m agni af amfetamíni, kókaíni, ecstasy-töflum, sterum og fleiri fíkniefnum. Þessi fíkniefni fundust á heimili Ingvars ásamt skuldalista í tengslum við sölu og dreifingu fíkniefnanna og tólum og tækjum til dreifingar þeirra og sölu.
Ingvar var síðan ákærður fyrir vopnalagabrot en á heimili hans fundust skammbyssa með hljóðdeyfi, önnur skammbyssa, afsöguð haglabyssa með pumpulás og töluvert magn af skotfærum.
Ingvar og Anna voru jafnframt ákærð fyrir peningaþvætti í tengslum við sölu fíkniefna, fyrir ýmis umferðarlagabrot og fyrir að hafa reynt að flytja piparúða til landsins.
Ingvar Árni var sem fyrr segir dæmdur í 12 mánaða fangelsi og upptöku fíkniefna og vopna. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða rúmlega 400 þúsund krónur í sakarkostnað.
Anna María Gísladóttir var dæmd í fjögurra mánað skilorðsbundið fangelsi og og til að greiða 1250 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.
Dómarnir voru kveðnir upp þann 5. júní í sumar. Tekist hefur að birta dómana fyrir hvorugu þeirra.
Þess má geta að Ingvar bíður dóms í öðru og jafnvel alvarlegra máli. Hann var í haust ákærður fyrir stórhættulega skotárás með Ruger-skammbyssu á heimili sínu í Vogahverfi.
Atvikið á að hafa átt sér stað laugardagsmorguninn 9. mars árið 2019. Er Ingvar sagður hafa beint skammbyssu út um glugga að heimili sínu í Vogahverfi og skotið fjórum skotum að tveimur mönnum. Mennirnir eru sagðir hafa leitað skjóls á bílastæði fyrir utan heimili Ingvars.
Málið var þingfest 5. október.
Ingvar hefur áður komið við sögu í sakamálum. Í byrjun mars 2020 var hann dæmdur í 60 daga fangelsi í Landsrétti vegna fjölda brota, meðal annars hótana í garð Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti og innflutnings á gervi-skotvopnum, piparúða og anabólískum sterum. Árið 2000 var Ingvar dæmdur fyrir hlutdeild í stóru fíkniefnamáli.
Hótanir Ingvars í garð Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti voru sprottnar af því að hann taldi dýralæknana hafa sýnt vanrækslu við meðferð á hundstík í eigu hans, Gloríu. Birti Ingvar hótanir sína á Facebook þar sem segir meðal annars: „Ég ætla að stúta þessum læknabeljum krepptum hnúum og þungum höggum.“