fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Stórt gjaldþrot starfsmannaleigu – Eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkahlutafélagið Ztrong Balkan, sem var með aðsetur í Síðumúla, fór í þrot síðastliðið vor, aðeins rúmu ári eftir að félagið hóf starfsemi. Lýstar kröfur í búið voru um 155 og hálf milljón. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur.

Skiptastjóri var Sigurbjörn Magnússon lögmaður. Segir hann í svari við fyrirspurn DV að um starfsmannaleigu hafi verið að ræða. Fyrirsvarsmaður hennar var Sverrir Halldór Ólafsson.

Sigurbjörn segir í svari sínu:

„Fyrirsvarsmaður félagsins, Sverrir Halldór Ólafsson, lýsti því yfir að um væri að ræða verktakafyrirtæki en réttara væri að lýsa félaginu sem starfsmannaleigu. Félagið sendi starfsmenn á sínum vegum í ýmis byggingaverkefni á höfuðborgarsvæðinu. Stærð gjaldþrotsins skýrist einkum af því að nokkur fjöldi erlendra starfsmanna var á launaskrá félagsins en félagið stóð ekki í skilum á opinberum gjöldum og iðgjöldum í lífeyrissjóð o.fl. vegna þeirra og er það mál nú til skoðunar hjá héraðssaksóknara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir