fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Starfsmaður Akureyrar sem neyddi 11 ára dreng úr fötum og sló í andlitið starfar enn fyrir bæinn

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 20:30

Ráðhús Akureyrarbæjar mynd/Akureyri.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra þingfesti í gær sakamál Héraðssaksóknara gegn starfsmanni íþróttamiðstöðvar Giljaskóla á Akureyri. Er manninum þar gefið að sök líkamsárás í opinberu starfi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa í lok apríl í fyrra neytt 11 ára gamlan dreng úr buxum og bol og slegið hann með flötum lófa í andlitið.

Giljaskóli er einn tíu grunnskóla Akureyrarbæjar, að meðtöldum skólunum í Hrísey og Grímsey, en Grímseyjarskóli er ekki starfandi skólaárið 2020-2021.

Sjá nánar: Starfsmaður Akureyrarbæjar sagður hafa neytt 11 ára dreng úr bol og buxum og slegið hann í andlit

Sagði DV frá því í gær að væru menn sakfelldir fyrir brot í opinberu starfi mætti bæta allt að helming refsingarinnar við refsingu sem að hámarki má dæma fyrir brot. Líkamsárás í opinberu starfi varðar þannig allt að 9 mánaða fangelsi og barnaverndarlagabrotið sem maðurinn er ákærður fyrir varðar allt að þriggja ára fangelsi.

Í samtali skólastjórnenda við blaðamann DV vísuðu stjórnendur Giljaskóla á Akureyrarbæ, enda heyrir íþróttahús skólans beint undir bæinn. Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Akureyrarbæjar sagði þá við DV að maðurinn hafi ekki starfað í íþróttamiðstöðinni í Giljaskóla frá vori 2019. Benti hún jafnframt á að starfsmenn Akureyrarbæjar hafi ekki haft vitneskju um að málið hafi leitt til dómsmáls. Þá sagði Halla að bænum væri óheimilt að tjá sig frekar um hvernig/hvort bærinn hafi brugðist við atvikinu, þar sem maðurinn væri ekki einn af æðstu stjórnendum bæjarins og vísaði Halla til upplýsingalaga í þeim efnum.

DV hefur nú heimildir fyrir því að maðurinn hafi í kjölfar meintrar árásar á 11 ára dreng ekki verið sagt upp, heldur verið fluttur á milli starfsstöðva innan bæjarins. Hann sé nú starfandi við húsvörslu á öðrum stað. Nafn mannsins er jafnframt enn að finna í opinberri símaskrá bæjarins. Herma heimildir DV að tilfærsla mannsins hafi valdið úlfúð og vakið undran meðal starfsmanna bæjarins. Vegur þar þyngst sú staðreynd að barnið sem maðurinn mun hafa ráðist á samkvæmt ákærunni sækir nú fundi og meðferð vegna atviksins í húsakynni bæjarins, þar sem maðurinn er nú starfandi.

Fyrirspurnum DV um málið til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs var ekki svarað frekar en að ofan greinir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein

Vilja banna innflutning frá Temu og Shein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“

Óánægjualda rís vegna umdeildra kaupa og áskrifendur flýja- „Það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld“