fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Miðar í átt að samkomulagi á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto – Verðlækkun sögð í kortunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 07:50

Álverið í Straumsvík. Mynd: Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vonir eru bundnar við að samningar náist á milli Landsvirkjunar og Rio Tinto, sem rekur álverið í Straumsvík, um verulega lækkun orkuverðs fyrir áramót. Nokkur gangur hefur verið í viðræðum aðila að undanförnu um endurskoðun raforkuverðs fyrir álverið í Straumsvík. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að raforkuverð til álversins kunni að lækka um 30%.

Stjórnendur Rio Tinto hafa sagt að verksmiðjunni verði lokað ef raforkusamningurinn verði ekki endurskoðaður. Álverið hefur verið keyrt á lágmarksafköstum frá í vor. Það þýðir að aðeins hefur verið keypt það lágmark af raforku frá Landsvirkjun sem álverinu ber að kaupa samkvæmt samningi. Framleiðslan hefur því verið um 85% af því sem ráð var fyrir gert.

Morgunblaðið segir að í samningaviðræðunum hafi komið fram að framleiðslan í Straumsvík verði ekki aukin fyrr en búið er að ná samningum við Landsvirkjun.

Mikið tap var af rekstri álversins á síðasta ári, eða um 13 milljarðar. Árið á undan var tapið 5 milljarðar. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að tap hafi verið á rekstrinum fram eftir yfirstandandi ári en breyting hafi orðið þar á í ágúst þegar álverð hækkaði á heimsmörkuðum en það er nú um 2.000 dollarar á tonnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“