fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Helgi Seljan og blaðamenn um allan heim krefjast þess sama – „Ekkert minna en skandall“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 13:30

Skjáskot úr myndbandi Amnesty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einni stærstu, árlegu mannréttindaherferð í heimi, Þitt nafn bjargar lífi, ég vegum Amnesty International var hleypt úr vör á dögunum. „Á hverju ári á aðventunni eru milljónir undirskrifta, bréfa og sms-ákalla send frá 150 löndum og landsvæðum um heim allan til stjórnvalda sem brjóta gróflega á mannréttindum borgara sinna. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni fyrir betri heimi og á síðasta ári voru tæplega 90.000 undirskriftir sendar héðan þar sem skorað var á stjórnvöld að láta af mannréttindabrotum,“ segir í tilkynningu frá Amnesty um herferðina.

Í ár eru tíu áríðandi mál einstaklinga tekin fyrir í þitt nafn bjargar lífi. Hægt er að sjá nánari umfjöllun um málin á heimasíðu Amnesty. Eitt málana sem vakin er athygli á er mál blaðamannsins Khaled Drareni frá Alsír. Hann fjallaði um Hirak-mótmælahreyfinguna í Alsír en hreyfingin berst fyrir frelsi og mannréttindum. „Khaled var fyrsti óháði blaðamaðurinn til að greina frá vikulegum mótmælum í landinu og skýrði einnig frá lögregluofbeldi gegn mótmælendum þegar það átti sér stað.“

Þann 27. mars 2019 var Khaled hand­tekinn í kjölfar umfjöllunarinnar um mótmælin. „Hann var ákærður fyrir að hvetja til samkomu óvopn­aðra mótmæl­enda  en var í reynd eingöngu að sinna starfi sínu sem blaða­maður. Hann átti yfir höfði sér 10 ára fang­els­isdóm en í sept­ember 2020 var hann dæmdur í tveggja ára fang­elsi.“

Amnesty lét gera myndband þar sem blaðamenn frá öllum heimshornum koma saman til að krefjast þess að Khaled verði látinn laus. Tveir íslenskir blaðamenn eru í hópi blaðamannanna, þau Helgi Seljan hjá RÚV og Björk Eiðsdóttir hjá Fréttablaðinu. „Það er ekkert minna en skandall,“ segir Helgi um fangelsisvist Khaled í myndbandinu sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu
Fréttir
Í gær

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“

Segja að Leigufélag aldraðra hafi orðið „fórnarlamb óráðvandra athafnamanna sem fyrst og fremst var umhugað um að þyngja eigin pyngju“
Fréttir
Í gær

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300