fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Gagnrýna styrktarsamning Reykjavíkurborgar við RÚV

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök iðnaðarins gagnrýna samning Reykjavíkurborgar og RÚV um samstarfsverkefnið UngRÚV harðlega. Segja samtökin að þarna sé stjórnvald að styrkja opinbert fyrirtæki sem njóti nú þegar hárra framlaga af opinberu fé. Einnig hafa vaknað spurningar um form greiðslnanna þar sem borgin greiðir RÚV með styrkjum í stað þess að greiða samkvæmt þjónustusamningi, sundurliðuðum eftir því hvort um samkeppnisrekstur er að ræða eða ekki.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Umrædd styrkjaúthlutun Reykjavíkurborgar til Ríkisútvarpsins upp á rúmar 14 m.kr. er óskiljanleg og vekur óneitanlega furðu,“ er haft eftir Björg Ástu Þórðardóttur, yfirlögfræðingi Samtaka iðnaðarins. Hún sagði jafnframt að hér sé um það að ræða að stjórnvald sé að styrkja opinbert hlutafélag, sem fær um 4 milljarða í nefskatt á ári, án þess að samkeppnisaðilar geti sótt um sambærilegan styrk.

Hún benti einnig á að framleiðsla á efni fyrir ungt fólk hafi nú þegar verið styrkt með framlögum úr almannasjóðum samkvæmt þjónustusamningi ríkisins frá 2016.

Í síðustu viku samþykkti borgarráð drög að samstarfs- og styrktarsamningi skóla- og frístundasviðs við UngRÚV. Markmiðið er að veita unglingum í þremur elstu bekkjum grunnskóla tækifæri til að sækja sér fræðslu og starfsreynslu við fjölmiðlun og dagskrárgerð. Í samningnum er kveðið á um að borgin greiði RÚV tæplega 14,2 milljónir á þremur árum. Sérstaklega er tekið fram að ekki sé um virðisaukaskattskylda starfsemi að ræða. Einnig fylgir greinargerð um hvernig samningurinn samræmist íslenskum og evrópskum lögum og reglum og að kaupin séu ekki útboðsskyld samkvæmt reglum um slík innkaup.

Morgunblaðið hefur eftir Stefáni Eiríkissyni, útvarpsstjóra, að eflaust hefði formið getað verið með öðrum hætti en að honum sýndist á gögnum frá borginni að öllum spurningum varðandi útboðið hefði verið svarað skýrt í undirbúningi samningsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi