Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að af þeim styrkjum sem búið er að samþykkja séu 470 milljónir sem eiga að koma til móts við rekstrarútgjöld íþróttafélaga. Einnig hefur verið ákveðið að veita íþróttafélögum stuðning vegna launaútgjalda en Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, hefur þegar kynnt þessa ákvörðun en í henni felst að 500 milljónum, hið minnsta, verður veitt í stuðning.
Í vor og úthlutaði ÍSÍ 500 milljónum til æskulýðsfélaga en peningana átti að nota í almennar og sértækar aðgerðir. Nú er verið að leggja lokahönd á tekjufallsstyrki sem er ætlað að koma til móts við tekjufall af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar á meðal eru samkomutakmarkanir sem hafa hindrað eðlilega starfsemi félaganna og þar með tekjuöflun þeirra.