Gífurleg hálka hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Víða hefur vart verið hægt að fóta sig á bílastæðum, sérstaklega í efri byggðum og margir hafa flogið hausinn.
Þá kemur sér illa að á mörgum stöðum hafa gangstéttir og göngu stígar ekki enn verið sandaðir.
Að sögn Aðalsteins Guðmundssonar, varðstjóri hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög lítið um slys í hálkunni. Hálka á akvegum hefur raunar minnkað mikið með deginum enda búið að salta flestar aðalbrautir.
Óbreytt verður er út daginn, lágur hiti og kyrrviðri. Vægt frost er líða tekur á kvöldið.