fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Aðstandandi manns sem lést af COVID-19 gagnrýnir Sigríði – „Fyrirlitlegur málflutningur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 11:28

Gauti Kristmannsson og Sigríður Andersen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrirlitlegur málflutningur. Ég sá föður minn deyjandi og hann var ekki með neitt „kvef“, ekki frekar en hinir tólf sjúklingarnir sem dóu af veirunni á tveimur vikum. Það er ekkert „eðlilegt“ við það,“ segir Gauti Kristmannsson prófessor í færslu á Facebook þar sem hann deilir frétt Stundarinnar af streymisviðburði hópsins Út úr kófinu. Þar ræddu Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Sigurlaugsson hagfræðingur og Jón Ívar Einarsson, læknaprófessor við Harward-háskóla, við einn höfunda Barrington-skýrslunnar svonnefndu, en í henni eru færð rök fyrir sóttvarnaaðgerðum sem beinist að verndun viðkvæmra hópa og slökun á takmörkunum á athöfnum heilbrigðs fólks.

Faðir Gauta, Kristmann Eiðsson, kennari og sjónvarpsþýðandi, lést, 84 ára að aldri, í kjölfar þess að hann smitaðist af veirunni er hann lá á Landakoti.

Á steymisfundinum gerði Sigríður því skóna að of mikið væri gert úr Covid-dauðsföllunum á Landakoti. Hún sagði:

„Það kemur fólki rosalega á óvart að níræður einstaklingur hafi dáið úr kvefi eða inflúensu. Nú er ég ekki læknir og ég spyr þig Jón, það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt?“

Við þessum brást Gauti við með þessum hvassa hætti sem sjá má hér að ofan.

Jón Ívarsson sagði meðal annars er hann svaraði spurningu Sigríðar:

„Jú, við deyjum náttúrulega flest af því, sem er kölluð innan gæsalappa, lungnabólga. Oft er ekkert farið neitt nánar út í það, ekkert verið að athuga hvaða padda það var sem dró viðkomandi til dauða ef fólk er komið á þann aldur og í þær aðstæður. Það er ekki það sama ef níræður einstaklingur deyr, sem á kannski örfáa mánuði eftir og lifir kannski ekki við mikil lífsgæði, miðað við að einstaklingur á þrítugsaldri deyr. Það er ekki það sama.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum