fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ráðuneytið skoðar mál fangans sem liggur alvarlega veikur á gjörgæsludeild

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 07:45

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðuneytið hefur tekið mál fangans, sem liggur alvarlega veikur á gjörgæsludeild Landspítalans, til skoðunar. Hann var fluttur þangað með sjúkrabíl úr fangelsinu á Hólmsheiði þann 8. nóvember og hefur legið alvarlega veikur á spítalanum síðan.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að fanganum hafi verið haldið sofandi í öndunarvél í tíu daga en hafi verið vakinn á miðvikudaginn og sýni nú hægfara batamerki.

Blaðið hefur eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að ráðuneyti hennar sé kunnugt um málið og hafi óskað eftir upplýsingum um það frá fangelsismálayfirvöldum.

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálstofnunar, getur ekki rætt málefni einstakra fanga en sagði að ef fangi óski eftir heilbrigðisþjónustu sé hún undantekningarlaust veitt.

„Við synjum föngum ekki um heilbrigðisþjónustu,“ er haft eftir Páli sem sagði einnig að fangar fái heilbrigðisþjónustu við upphaf afplánunar og að ef fangi veikist í afplánun fái hann undantekningarlaust heilbrigðisþjónustu, hvort sem það er að eigin ósk eða frumkvæði starfsfólks fangelsisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt