fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Morgunblaðið harðlega gagnrýnt fyrir leiðara um Trump -„Hélt að álit mitt á Mogganum kæmist ekki neðar“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðari Morgunblaðsins í dag fjallar um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Leiðarinn hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum, en þar er sagt að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir og að ásakanir Trump um stórfellt kosningasvindl séu eðlilegar. Flestir stærstu fjölmiðla Bandaríkjanna, og heims, hafa lýst Joe Biden og Kamölu Harris sem sigurvegara kosninganna. Í leiðaranum segir:

„Margir undrast að Trump forseti skuli ekki viðurkenna möglunarlaust úrslitin í forsetakosningunum. Jafnvel á Íslandi og jafnvel utan hinnar veikburða fréttastofu ríkisins er þetta apað eftir. Enginn þessara fréttamanna veit þó til að úrslit þessara kosninga liggi fyrir. Láta má vera að fávísir fréttamenn hér gefi sér að kjörstjórnir úr einstökum kjörstöðum (sveitarfélögum eða kjördæmum) gefi í lok talningar fyrirliggjandi úrslit og svo berist mönnum kjörbréf í framhaldinu.“

Því er haldið fram að fjöldi látinna einstaklinga hafi kosið í kosningunum, einnig er vitnað í lögfræðiteymi Trump sem vilja meina að í sumum kjördæmum hafi kosningaþátttaka verið 350% meiri en voru á kjörskrá. Fullyrðingar sem þessar hafa verið harðlega gagnrýndar í fjölmiðlum í Bandaríkjunum, enda hafa sérfræðingar bent á að kosningarnar hafi verið þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna.

„Étið hefur verið eftir í fjölmiðlum sem hafa hatast við Trump frá fyrsta degi að „engar sannanir“ séu um kosningasvik. Það eru skrítnar staðhæfingar. Ásakanir fjölda vitna liggja sannarlega fyrir og eru studdar eiðsvörnum yfirlýsingum þeirra og geta varðað fangelsi ef rangar reynast. Birt hafa verið nöfn og fjöldi mynda af „kjósendum“ sem kusu glaðbeittir nú þótt þeir geispuðu golunni fyrir löngu. Það er reyndar alkunna að látnir menn kjósi í Bandaríkjunum, þótt úr hafi dregið. Þá komi hópar yfir landamærin frá Kanada til að kjósa og námsmenn kjósi bæði í háskólabæjunum og heima hjá sér. Þetta er allt þekkt. Og menn eru ákærðir og eftir atvikum dæmdir fyrir kosningasvik í allmiklum mæli. Nú er spursmálið þetta: Var í þessu tilviki um skipuleg kosningasvik í stórum stíl að ræða af hálfu demókrata?“

Líkt og áður segir hefur leiðarinn verið harðlega gagnrýndur, meðal annars af Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans. Á Twitter-síðu sinni hefur hann birt mynd af leiðaranum og umdeildum lögfræðingi Trump, Rudy Giuliani, sem hélt blaðamannafund í gær. Þórður segir að blaðamannafundur Rudy hafi birst í „leiðaraformi“ í Morgunblaðinu í dag.

Fyrir neðan tíst Þórðar létu margir ummæli falla um málið, flest þeirra voru Morgunblaðinu ekki í vil.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar