fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Icelandair tekur Max-vélarnar væntanlega í notkun næsta vor

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 07:55

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk flugmálayfirvöld hafa gefið út flughæfnisvottorð fyrir Boeing 737-MAX-vélarnar sem hafa verið kyrrsettar um allan heim frá því í mars á síðasta ári. Ástæður kyrrsetningarinnar eru tvö mannskæð flugslys í Jövuhafi og Eþíópíu sem kostuðu 346 lífið.

Icelandair reiknar með að MAX-vélarnar verði teknar í notkun næsta vor. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group.

Fram kemur að reiknað sé með að Evrópska flugmálaeftirlitið muni taka sér tvo mánuði til að fara yfir niðurstöður bandaríska flugmálaeftirlitsins. Því sé líklegt að flughæfi vélanna verði staðfest af Evrópska flugmálaeftirlitinu í janúar.

Haft er eftir Boga að Icelandair geri ekki ráð fyrir að taka vélarnar inn í áætlun sína fyrr en nokkru eftir það. Miðað við núverandi umsvif sé félagið með nægilega margar vélar til að annast þau.

Bogi sagði einnig að fram undan væri vinna við að byggja upp traust á vélunum. Hann sagði það ótvíræðan kost að reynsla verði komin á vélarnar í Ameríku og Evrópu þegar Icelandair hyggst taka þær í notkun. „Það mun staðfesta fyrir fólki það sem við höfum sagt að þessar vélar eru mjög traustar,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“