fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fangi liggur þungt haldinn á Landspítalanum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 07:29

Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi, sem afplánar dóm í fangelsinu á Hólmsheiði, liggur þungt haldinn á Landspítalanum. Þangað var hann fluttur í byrjun mánaðarins. Ekki er um COVID-19 veikindi að ræða. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, vill að málið verði rannsakað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að aðstandendur mannsins telji að hann hafi ekki fengið læknishjálp eins fljótt og þörf var á.

„Já, með mikilli sorg get ég staðfest að það liggur einstaklingur sem afplánar dóm á gjörgæsludeild. Hann hefur verið í öndunarvél í á aðra viku og ástandið er alvarlegt,“ er haft eftir Guðmundi Inga sem sagðist ekki geta tjáð sig nákvæmlega um hvað gerðist annað en að fanginn hafi veikst mikið skömmu eftir að hann kom í fangelsið.

„Það er alveg ljóst í mínum huga að rannsókn verður að fara fram og við reyndar báðum Fangelsismálastofnun um það strax daginn eftir að þetta mál kom upp. Aðstandendur mannsins telja að ekki hafi verið brugðist við með réttum hætti og strax kallað eftir lækni þegar maðurinn bað um það,“ sagði Guðmundur. Hann sagði jafnframt að á endanum hafi fangavörður hringt á sjúkrabíl en þá hafi ástand mannsins verið orðið mjög alvarlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað

Segir Áslaugu hafa bjargað lífi manneskju á veitingastað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu