Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra, að raunhæft sé að á svonefndum Fannborgarreit hefjist uppbyggingin á næsta ári. Fannborgarreiturinn er eitt fimm byggingarsvæða sem fyrirhugað er að byggja á við Hamraborg.
Meðal þeirra bygginga sem eiga að víkja eru þrjár skrifstofubyggingar í Fannborg 2, 4 og 6. Þar eiga að rísa nýbyggingar, allt að 12 hæðir. Þetta mun gjörbreyta ásýnd Hamraborgar.
Á Traðarreit vestri, sem er við hlið Fannborgarreitsins, munu 13 byggingar rísa. Á þessum tveimur reitum verða um 550 íbúðir. Í heildina gætu rúmlega 1.000 íbúðir risið í Hamraborg.