fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Segir að fólk virðist síður leita til læknis – Erfitt að fá tíma hjá heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 07:55

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur verklagi verið breytt á heilsugæslustöðvum þannig að nú er ekki eins auðvelt að bóka tíma hjá heimilislæknum og áður. Nú er fólki bent á að hringja á heilsugæslustöðina sína og ræða við lækni eða hjúkrunarfræðing sem meta stöðuna og bóka tíma ef þörf þykir á.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að þetta sé aðallega gert til að fækka fólki á biðstofunum. „Þetta verklag hefur reynst vel. Stundum er nauðsynlegt að fólk komi og hitti lækni eða hjúkrunarfræðing en alls ekki alltaf. Sú leið sem við unnum eftir áður er ekkert endilega sú besta,“ er haft eftir Óskari.

Hann nefndi sem dæmi að ef verið er að endurnýja lyfseðla eða vottorð þurfi fólk yfirleitt ekki að mæta á heilsugæslustöð heldur sé hægt að endurnýja í gegnum síma eða Heilsuveru. Hann sagði að mikil aukning hafi orðið á notkun Heilsuveru.is og séu heimsóknir og flettingar nú orðnar rúmlega ein milljón. Einnig hefur endurnýjunum á lyfseðlum gegnum vefinn fjölgað og í fyrra voru þær fleiri en endurnýjanir í gegnum síma.

Óskar sagði að ekki hafi borið á óöryggi hjá fólki þrátt fyrir breytt verklag en því miður hafi borið á því að fólk leiti síður eða seinna til læknis nú en áður en heimsfaraldurinn skall á. „Við höfum fengið eitt og eitt dæmi um að fólk hafi beðið of lengi með að leita til læknis og við höfum líka heyrt um það erlendis en við vitum í sjálfu sér ekki hvort það tengist faraldrinum beint en við höfum áhyggjur af því og erum búin að hafa þær allan tímann,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“