fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Maður flutti heróín til Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 19:00

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um farbann yfir manni. Reyndar rennur úrskurðurinn út á morgun, 18. nóvember.

Maðurinn var stöðvaður á Keflavíkur flugvelli laugardaginn 5. september, við komu til landsins frá Wroclaw í Póllandi. Vaknaði grunur um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Fannst á manninum poki með meintum fíkniefnum og áldós með miklu magni af töflum.

Lyfin sem maðurinn flutti til landsins voru Oxycontin, Ketamín, Morfín, Xanax o.fl. en duft sem fannst á honum var heróín.

Maðurinn sagðist hafa flutt þetta til landsins gegn peningagreislu frá tiltkenum aðila. Sagðist hann telja að efnin væru ætluð til sölu. Heróínmagnið í fórum mannsins var tæplega 80 grömm. Töflurnar skiptu hundruðum.

Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, virðist engin tengsl hafa við land og þjóð önnur en þau sem varða samverkamann hans í fíkniefnasmyglinu. Ákæra hefur verið gefin út gegn báðum mönnunum og mál þeirra dómtekin. Dóms er að vænta á morgun, 18. nóvember, en þá rennur einmitt farbannsúrskurðurinn út. Væntanlega tekur þá við fangelsisvist, þ.e.a.s. ef maðurinn verður fundinn sekur, sem allt bendir til.

Úrskurði Héraðsdóms og Landsréttar má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi
Fréttir
Í gær

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife

Lík fannst í náttúrulaug á Tenerife
Fréttir
Í gær

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi

Jón Gunnars fær það óþvegið eftir ásakanapistil – Sagður hafa sent skilaboð á like-síðu Guðrúnar og brugðist hinn versti við svarleysi
Fréttir
Í gær

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind

Íslendingur handtekinn, grunaður um að hafa keypt aðgang að barnaníðsefni sem framleitt var af gervigreind