Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um farbann yfir manni. Reyndar rennur úrskurðurinn út á morgun, 18. nóvember.
Maðurinn var stöðvaður á Keflavíkur flugvelli laugardaginn 5. september, við komu til landsins frá Wroclaw í Póllandi. Vaknaði grunur um stórfelldan fíkniefnainnflutning. Fannst á manninum poki með meintum fíkniefnum og áldós með miklu magni af töflum.
Lyfin sem maðurinn flutti til landsins voru Oxycontin, Ketamín, Morfín, Xanax o.fl. en duft sem fannst á honum var heróín.
Maðurinn sagðist hafa flutt þetta til landsins gegn peningagreislu frá tiltkenum aðila. Sagðist hann telja að efnin væru ætluð til sölu. Heróínmagnið í fórum mannsins var tæplega 80 grömm. Töflurnar skiptu hundruðum.
Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, virðist engin tengsl hafa við land og þjóð önnur en þau sem varða samverkamann hans í fíkniefnasmyglinu. Ákæra hefur verið gefin út gegn báðum mönnunum og mál þeirra dómtekin. Dóms er að vænta á morgun, 18. nóvember, en þá rennur einmitt farbannsúrskurðurinn út. Væntanlega tekur þá við fangelsisvist, þ.e.a.s. ef maðurinn verður fundinn sekur, sem allt bendir til.
Úrskurði Héraðsdóms og Landsréttar má lesa hér