Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir henni að mjög mikilvægt sé að fólk sé heyrnarmælt. „Þá ættu þeir sem eru með heyrnartæki og hafa veikst að láta greina sig og endurstilla tækin,“ er einnig haft eftir henni. Hún sagði einnig að veiran geti haft áhrif á alla skynjun, ekki einungis bragð- og lyktarskyn. „Miðað við það sem hefur komið fram til þessa virðist veiran einnig hafa áhrif á heyrnina,“ sagði hún.
Hún benti einnig á að aukin grímunotkun geri samskipti fólks með heyrnarskerðingu erfiðari og hafi þeim sem leita sér aðstoðar hjá heyrnarfræðingum fjölgað á síðustu vikum. „Faraldurinn hefur breytt lífi fólks með heyrnarskerðingu og nú leitar til okkar mun stærri hópur fólks sem vinnu sinnar vegna þarf að eiga í samskiptum við aðra. Er það sökum þess að áður gátu þau látið samskiptin ganga upp með því að lesa af vörum, en nú verða þau að fá sér heyrnartæki til að geta sinnt sinni vinnu,“ sagði Ellisif.
Hún sagði einnig að fjarlægðarmörk geti samskipti fólks einnig erfiðari. Jafnvel þótt engin gríma sé notuð þurfi fólk að tala hærra þegar tveggja metra fjarlægðarmörk eru við lýði. Það auki samtímis líkurnar á dropasmiti.